Breskir bændur á kúpunni

Ég sá frétt í BBC News á helginni þar sem rætt var við formann bændasamtaka þeirra breskra, og viðtal við bændur sem voru að pakka saman og selja síðustu kýrnar.  Þeir fullyrtu að breskar verslanir væru að ganga af breskum mjólkuriðnaði dauðum.  Aðeins fengust 16 aurar punda (ca ISK 20) fyrir lítrann af mjólk, en til að reksturinn engi upp þyrfti 21 aur punda (ca ISK 27).  Bóndinn sem rætt var við sagði að rekstarumhverfið væri búið að harna mikið síðustu 3 ár og engin leið hefði verið að selja mjólkina á hærra verði.  Verslanir stjórni verðinu algjörlega.  Sonur bóndans, vandræðalaus drengur um tvítugt, sagðist alltaf hafa stefnt að því að taka við búi föður síns, en nú liti ekki út fyrir það.

Svona er nú frjálsa verðumhverfið.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband