20.3.2007 | 23:10
Sögur af norskum eplum
Svo er það stýring milliliðarins í matvöruversluninni.
Ég man eftir dæminu sem ég heyrði úti í Noregi um árið. Þá fékk ég að heimsækja norska landbúnaðarráðuneytið og kynna mér smáframleiðslu bænda þar í landi.
Í Noregi hefur verið stunduð eplarækt um aldir, og eru til um 60 tegundir af eplum sem mynda mjög skemmtilega fjölbreytni. Fyrir um 20 árum stefndi í að aðeins 3 tegundir af eplum yrðu eftir í ræktun. Heildsalar og matvöruverslanir voru búnar að reikna út að þrjár tegundir epla seldust langbest, græn epli, rauð epli og rauðgræn epli...... Ekki voru aðrar eplategundir teknar í sölu um skeið og allt leit út fyrir að margra alda fjölbreytni myndi deyja út.
En sem betur fer var gripið inn í þessa vitleysu sem stefndi í að vera stórslys í norskum landbúnaði.
Og hvað kennir þetta manni ? Ekki treysta um of á milliliðinn, að hann hafi yfirvitlega skynsemi til að segja framleiðandunum hvað hann á að framleiða og hvað neytandinn á að kaupa.
En það eru einhver óþekkt öfl sem stjórna því hvað maður étur oní sig. Ekki bað ég um að verða háður sykri og súkkulaði. Sem betur fer er ég hættur að drekka sykraða gosdrykki og koffín drykki... ég las um árið að matvælaiðnaðurinn hefði gríðarleg völd þegar kemur að neyslustýringu. Í Bandaríkjunum séu það sykurframleiðendur sem stjórni því að sykur er settur í nær alla matvöru.
Markaðsfræði matvælaframleiðenda segir að ef þú vilt auka sölu matvöru þá er ódýrasta ráðið að bæta í hana sykri. Sykur er tiltölulega ódýrt hráefni, og skilar mun meiri sölu en t.d. áróður um hollustu eða vandaðri vöruumbúðir.
Punktur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Athugasemdir
Manneldisráð er eitthvað að reyna að klóra í bakkan og leiðbeina neytendum. Því minna af aukaefnum í mat, þess betra fyrir heilsuna.
Ester Sveinbjarnardóttir, 1.4.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.