Að éta sig ómögulegan....

Í síðustu viku var í fréttum að neysla fitusnauðra mjólkurvara væri áhættuþáttur hvað varðar frjósemi kvenna...  nú bíður maður bara eftir fréttum af áhrifum undanrennu á okkur karlana. 

Kosturinn við að drekka undanrennu dagsdaglega er að þegar maður kemst í léttmjólk þá smakkast hún eins og mjólkin beint úr kúnni - þannig er nú allt afstætt.

Ég heyrði líka um árið, að hollara sé að borða vörur með ekta sykri en gervisykri.... og að gerilsneyddar vörur væru stórhættulegar... - já og fitusprengdar mjólkurvörur væru með stórsködduðum prótínum sem færu illa í ónæmiskerfið... já svona er nútímalífið flókið.

Ef maður gæti bara drukkið geitamjólk sem er hollasta mjólk í heimi alla daga - bara beint úr kúnni, ehe,, þe. huðnunni.

Botninn tók nú samt úr þegar samhengi fannst milli skyndilegs dauðdaga og neyslu á efnafræðilega tilbúnum andoxunarefnum sem bætt eru í matvæli.  Betra er að treysta á E og C vítamín úr náttúrulegum matvælum. 

Hvað með C vítamíntöflurnar ? 

Ég mæli með rauðvíni, dökku súkkulaði og grænu te.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband