Bændur halda 12 tíma ræður

Ég upplifði mitt fyrsta búnaðarþing í síðustu viku og er eiginlega ennþá að jafna mig.  5 daga þinghald 49 kjörinna búnaðarþingsfulltrúa, 35 þingmál, 7 starfsnefndir, 251 ræður, 12 klukkustundir í flutningi og 31 afgreidd mál.

Búnaðarþing er samt bara svipur einn miðað við lýsingu eldri manna á þingum á síðustu öld - Tveggja vikna þing og útvarpað frá þinghaldi seinni vikuna.

Mest var rætt um endurskoðun á vörnum gegn búfjársjúkdómum, kolefnisbindingu lands og bótarétt landeigenda vegna framkvæmda í almannaþágu.

Málefni sem báru á góma voru t.d. vöruverðsmyndun, upprunamerking matvæla, innflutt erfðabreytt matvæli, bygging nautastöðvar, forritamál búgreina, háhraðatengingar, lausaganga hunda í beitilöndum, forkaupsréttur ábúenda, þjóðlendumál. Já og svo var minnst á klámhunda og annan óþjóðalýð.

Þinghaldið var mjög fróðlegt fyrir nýliða eins og mig og opnuðust augun fyrir ýmsum staðreyndum um íslenskan landbúnað.  Þó ég sé ekki nýr í félagsmálum bænda þá er það að sitja búnaðarþing samt toppurinn í starfi búnaðarfélaga, búgreinafélaga og búnaðarsamtaka. Hér er komið með mikilvægustu málin og þau rædd og afgreidd af fólki sem hefur nær óendanlegan áhuga og þekkingu á aðstæðum íslenskra bænda.

Þannig að þeir sem á annað borð hafa áhuga á íslenskum landbúnaði ættu að kynna sér ályktanir þingsins inni á www.bondi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband