7.3.2007 | 00:13
Bændur nokkuð brattir !
Ég sat setningu Búnaðarþings Bændasamtaka Íslands sl. sunnudag og verð að segja að þetta er með flottustu setningarathöfnum sem ég hef setið. Þetta skiptið kem ég til búnaðarþings sem kjörinn fulltrúi ferðaþjónustubænda og líkt og hinir 46 þingfulltrúarnir fullur eldmóð og trú á íslenska bændur og íslenskar sveitir. Eftir nokkrar fínar ræður, magnaðan karlakórssöng og strengjaspilsatriði voru afhent landbúnaðarverðlaun þeim fjórum bændafjölskyldum sem þetta árið þóttu skara fram úr í vinnu sinnu og trú á íslenskum sveitum.
Samtímis var kynnt skoðunarkönnun sem Capacent Gallup gerði fyrstu tvær vikurnar í febrúar á viðhorfi almennings gagnvart íslenskum landbúnaði og íslenskum matvörum. Niðurstöðurnar vöktu mikla athygli og almenna notalega gæsahúð. 94% þjóðarinnar finnst það miklu máli skipta að á Íslandi verði stundaður landbúnaður til framtíðar. 80% þjóðarinnar finnst það skipta miklu máli að Íslendingar séu ekki öðrum háðir um landbúnaðarafurðir. 79% þjóðarinnar telur að íslenskir bændur beri ekki ábyrgð á háu matvælaverði á Íslandi. 62% þjóðarinnar er tilbún til að greiða hærra verð fyrir íslenskar landbúnaðar afurðir en erlendar.
Og hana nú !
Finna má skoðunarkönnunina á vef Bændasamtakanna á þessari
vefslóð : http://bondi.is/landbunadur/wgbi.nsf/Attachment/konnun_baendur_2007/$file/konnun_baendur_2007.pdf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.