3.3.2007 | 11:57
Samkeppnishæfni á Íslandi
Fyrir nokkrum dögum kom út skýrsla Alþjóða efnahagsstofnunarinnar um samkeppnishæfni ferðaþjónustu í 124 þjóðlöndum og kemur í ljós að Ísland er í 4. sæti hvað þetta varðar. Það er nú nokkuð gott og væri þá fróðlegt að kanna hvar aðrar atvinnugreinar standa.
T.d. hvar landbúnaður stendur. Hvert er okkar rekstrarumhverfi í samhengi við önnur lönd eða arðrar atvinnugreinar ?
Ef skoðuð eru þau atriði sem voru könnuð hvað varðar ferðaþjónustu þá væri hægt að finna sömu atriði til að kanna þar.
Í könnuninni var tekið tillit til margra þátta eins og stefnumótandi reglur og reglugerðir, umhverfisreglugerðir, öryggi, heilbrigði og hreinlæti, forgangsröðun ferðaþjónustu, skipulag loftsamgangna á jörðu, skipulag ferðamennsku, skipulag upplýsinga- og fjarskiptatækni, verðsamkeppnishæfni í ferðamálaiðnaðnum, mannauði, sýn þjóðarinnar á ferðamennsku og náttúruleg og mennignarleg verðmæti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.