2.3.2007 | 09:32
Vel hannaður matur frá bændum
Í síðustu viku varð ég vitni að mjög merkilegu stefnumóti bænda og hönnuða úr Listaháskóla Íslands - og satt að segja opnuðust öll skynfærin af hrifningu því afurðir nemenda LHÍ voru vægast sagt vel heppnaðar. Þar mátti smakka á blóðbergsdrykk, og blóðbergsískrapi, skyrkonfekti, rúgbrauðsskyndibita með reyktum silungi og mozarellaosti og geitamjólkurdrykkjum. Veit bloggheimur t.d. að geitamjólk er mestdrukknasta mjólkin í heiminum, og er víst mun hollari en kúamjólk !
Þessu stefnumóti bænda og hönnuða eru gerð vel skil á þessum vefsíðum:
http://www.beintfrabyli.is/frettir-250207.html
http://framtidarlandid.is/baendur-og-honnudir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.