27.2.2007 | 23:54
Stefnumót við bændur
Á helginni gerðum við fjölskyldan okkur ferð til Reykjavíkur á stefnumót hönnuða í Listaháskóla Íslands við íslenska bændur. Frábær atburður - allt um hann á www.beintfrabyli.is - Þarna tóku nemendur af hönnunaráfanga hráefni frá bændum og hönnuðu nýja og spennandi matvöru og buðu til smakks og sýningar. Dæmi um vöurur voru Erpsstaðaskyrskonfekt, Mýbiti frá Vogafjósi, geitamjólk frá Háafelli, blóðbergsdrykkur með bláberjabragði og ískrap úr blóðbergssafa.
Frábært stefnumót þarna - Sýnir hve skemmtilega er hægt að vinna með íslenskt hrámeti með vandaðri vöruhönnun.
Bein slóð á myndir frá þessari kynningu er: http://www.beintfrabyli.is/frettir-250207.html
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.