Að klæmast með bændur....

Ef mig minnir rétt, þá þýðir klám og að klæmast að afbaka einhvað eða snúa útúr

 - Umræðan um túristahópinn sem var vísað frá Hótel Sögu í síðustu viku var komin í algjöran hnút, og slógu menn sig til riddara á báða bóga.  Sem betur fer ákvað bændaforystan að höggva á hnútinn, enda ekki líklegt að friður yrði um gesti Hótel Sögu 6. - 11. mars. Aðallega vegna mótmæla á komu þessara gesta.  Og, ó já, þann 4. - 8. mars stendur yfir Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands, og Hótelið hálfsetið af búnaðarþingsfulltrúum.. hmmm 60 bændur, 60 klámhundar....

Ekki kemur þó til þess, sem betur fer
 - en hinsvegar finnst mér að það eigi eftir að gera upp nokkur mál út af þessu.

Hvað eiga fyrirtæki að gera, þegar þau lenda í svipaðri aðstöðu og Hótel Saga, þegar alþingismenn, borgarstjóri, borgarstjórn og hálft almenningsálitið fer að skipta sér af daglegum rekstri fyrirtækja án þess að beita fyrir sér brotum á almennum lögum ?

Það getur varla hafa verið einföld ákvörðun hjá Hótel Sögu að vísa fólkinu frá, og sem betur fer áttaði Samtök ferðaþjónustunnar sig loks á því að sökin lá ekki hjá Hótel Sögu, heldur þeim sem byggðu upp þrýstinginn á að hafna þessum viðskiptum.  Um 60 fyrirtæki misstu viðskipti við þennan hóp.

Við hljótum að eiga von á stefnubreytingu frá Alþingi og borgarstjórn og að allt klámefni af sjónvarpsrásum, hótelkerfum, bókabúðum og bensínsjoppum hverfi.

Eða hvað ?

Lágu bændur og Hótel Saga kannski bara svo snyrtilega vel við höggi, eins og segir frá í Eglu....

Ég mæti samt sem áður á Búnaðarþing, og vona að kláminu þar verði stillt í hóf :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband