Af hraðskreiðum dráttarvélum.....

Fyrir nokkru fann ég myndskeið á Netinu af mjög svo hraðskreiðri dráttarvél og sendi ég prófessor Bjarna á Búvélasafninu, Hvanneyri spurningu um hvurslags tryllitæki þetta væri nú - og stóð ekki á svörum hjá Bjarna.

Slóðin á dráttarvélina hraðskreiðu er: http://www.youtube.com/watch?v=DapHhgnm6CQ 

Á www.buvelasafn.is skrifar Bjarni hinsvegar:

"Eyfirskur gestur, sem í Búvélasafnið kom fyrir fáeinum árum, sagði heimsíðungi af mjög hraðskreiðri Massey Harris dráttarvél þar nyrðra. "Hún fór svo hart", sagði hann, "að hún tóK framúr DalvíKur-rútunni" ... Á þeim tíma gerði heimsíðungur sér enga grein fyrir því hve hratt Dalvíkurrútan fór, en af látbragði og lýsingu heimildarmanns mátti ráða að skriður hennar hafi verið bæði mikil og þungur.  Góðkunningi safnsins sendi heimsíðungi á dögunum tilvísun á netslóð þar sem myndbrot er af mjög hraðgengri dráttarvél. Ljóst er að þessi hefði skákað flestum rútum fyrri tíma hvað ökuhraða snerti. Þarna hefur verið brugðið á ráð, sem ýmsa dreymdi um fyrrum - og raungerðu raunar sumir, t.d. á Farmal og W-4, með því að fitla ögn við gagngráðinn. Hljóð þessara saklausu véla breyttist þá úr lágværu suði í skerandi hvín - og þær geystust yfir grund sem óðar væru. En sjaldnast stóð sú reisa lengi.... kapp er alltaf best með nokkurri forsjá - þótt lítið sé ungs manns gaman."

Ég er sem sagt "góðkunningi Búvélasafnsins" sem mér finnst mikill heiður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband