Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Klámið horfið frá bændum !

Já, það er staðfest frá fyrstu hendi bænda bloggs !  Allt klám er horfið af hótelum bænda.  Ég spurði einn bændahöfðingja um daginn hví þessar rásir séu það fyrsta sem kemur upp þegar ýtt er á TV á fjarstýringunni. Ekki stóð á svari: alþjóðlegir staðlar, og svo er peningalykt af  þessu...  Hótelin í eigu bænda tilheyra alþjóðlegri hótelkeðju, Rezidor, og sér hún um daglegan rekstur á hótelunum þannig að ekki er hægt að sakast við bændur um lélegt úrval af klámefni á rásunum og nú ekkert..... en björtu hliðarnar :  meira pláss fyrir hasarmyndir og gamanmyndir -  

lengi lifi feministar !


Stefnumót við bændur

Á helginni gerðum við fjölskyldan okkur ferð til Reykjavíkur á stefnumót hönnuða í Listaháskóla Íslands við íslenska bændur. Frábær atburður - allt um hann á www.beintfrabyli.is  - Þarna tóku nemendur af hönnunaráfanga hráefni frá bændum og hönnuðu nýja og spennandi matvöru og buðu til smakks og sýningar.  Dæmi um vöurur voru Erpsstaðaskyrskonfekt, Mýbiti frá Vogafjósi, geitamjólk frá Háafelli, blóðbergsdrykkur með bláberjabragði og ískrap úr blóðbergssafa.

 Frábært stefnumót þarna - Sýnir hve skemmtilega er hægt að vinna með íslenskt hrámeti með vandaðri vöruhönnun.

 Bein slóð á myndir frá þessari kynningu er: http://www.beintfrabyli.is/frettir-250207.html 


Að klæmast með bændur....

Ef mig minnir rétt, þá þýðir klám og að klæmast að afbaka einhvað eða snúa útúr

 - Umræðan um túristahópinn sem var vísað frá Hótel Sögu í síðustu viku var komin í algjöran hnút, og slógu menn sig til riddara á báða bóga.  Sem betur fer ákvað bændaforystan að höggva á hnútinn, enda ekki líklegt að friður yrði um gesti Hótel Sögu 6. - 11. mars. Aðallega vegna mótmæla á komu þessara gesta.  Og, ó já, þann 4. - 8. mars stendur yfir Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands, og Hótelið hálfsetið af búnaðarþingsfulltrúum.. hmmm 60 bændur, 60 klámhundar....

Ekki kemur þó til þess, sem betur fer
 - en hinsvegar finnst mér að það eigi eftir að gera upp nokkur mál út af þessu.

Hvað eiga fyrirtæki að gera, þegar þau lenda í svipaðri aðstöðu og Hótel Saga, þegar alþingismenn, borgarstjóri, borgarstjórn og hálft almenningsálitið fer að skipta sér af daglegum rekstri fyrirtækja án þess að beita fyrir sér brotum á almennum lögum ?

Það getur varla hafa verið einföld ákvörðun hjá Hótel Sögu að vísa fólkinu frá, og sem betur fer áttaði Samtök ferðaþjónustunnar sig loks á því að sökin lá ekki hjá Hótel Sögu, heldur þeim sem byggðu upp þrýstinginn á að hafna þessum viðskiptum.  Um 60 fyrirtæki misstu viðskipti við þennan hóp.

Við hljótum að eiga von á stefnubreytingu frá Alþingi og borgarstjórn og að allt klámefni af sjónvarpsrásum, hótelkerfum, bókabúðum og bensínsjoppum hverfi.

Eða hvað ?

Lágu bændur og Hótel Saga kannski bara svo snyrtilega vel við höggi, eins og segir frá í Eglu....

Ég mæti samt sem áður á Búnaðarþing, og vona að kláminu þar verði stillt í hóf :-)


Af hraðskreiðum dráttarvélum.....

Fyrir nokkru fann ég myndskeið á Netinu af mjög svo hraðskreiðri dráttarvél og sendi ég prófessor Bjarna á Búvélasafninu, Hvanneyri spurningu um hvurslags tryllitæki þetta væri nú - og stóð ekki á svörum hjá Bjarna.

Slóðin á dráttarvélina hraðskreiðu er: http://www.youtube.com/watch?v=DapHhgnm6CQ 

Á www.buvelasafn.is skrifar Bjarni hinsvegar:

"Eyfirskur gestur, sem í Búvélasafnið kom fyrir fáeinum árum, sagði heimsíðungi af mjög hraðskreiðri Massey Harris dráttarvél þar nyrðra. "Hún fór svo hart", sagði hann, "að hún tóK framúr DalvíKur-rútunni" ... Á þeim tíma gerði heimsíðungur sér enga grein fyrir því hve hratt Dalvíkurrútan fór, en af látbragði og lýsingu heimildarmanns mátti ráða að skriður hennar hafi verið bæði mikil og þungur.  Góðkunningi safnsins sendi heimsíðungi á dögunum tilvísun á netslóð þar sem myndbrot er af mjög hraðgengri dráttarvél. Ljóst er að þessi hefði skákað flestum rútum fyrri tíma hvað ökuhraða snerti. Þarna hefur verið brugðið á ráð, sem ýmsa dreymdi um fyrrum - og raungerðu raunar sumir, t.d. á Farmal og W-4, með því að fitla ögn við gagngráðinn. Hljóð þessara saklausu véla breyttist þá úr lágværu suði í skerandi hvín - og þær geystust yfir grund sem óðar væru. En sjaldnast stóð sú reisa lengi.... kapp er alltaf best með nokkurri forsjá - þótt lítið sé ungs manns gaman."

Ég er sem sagt "góðkunningi Búvélasafnsins" sem mér finnst mikill heiður.


Bændur blogga !!!

Ágætu landsmenn til sjávar og sveita !  "Bændur blogga" hefur nú flutt sig á blog.is -  slóðin er og verður sveita.blog.is og er meiningin að blogga hér um allt sem við kemur sveitum Íslands og tengja bændur saman blogg-böndum.  Bloggvinir bætast við í safnið - sendið endilega inn blogslóðir á bændur sem blogga og ég bæti þeim við - Lifið heil

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband